Flutningur á fjarvinnslustörfum út á land

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:38:46 (919)

2000-10-30 15:38:46# 126. lþ. 15.1 fundur 65#B flutningur á fjarvinnslustörfum út á land# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:38]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki verið með neinar yfirlýsingar í þessu máli um nein verkefni í sambandi við Ólafsfjörð þannig að hv. þm. getur nú ekki gagnrýnt mig fyrir það. Mér finnst líka afskaplega ósanngjarnt að hann skuli ráðst á hæstv. iðnrh. sem hefur lagt sig fram um að finna upp og koma með tilögur um ýmis verkefni sem hægt væri að flytja út á landsbyggðina enda fer hún með þann málaflokk, byggðamálin.

Eins og allir hv. þm. vita er þetta nokkuð erfitt við að eiga og ekki alltaf sem lausnir blasa við. Mér finnst ástæða til að spyrja, hæstv. forseti, í framhaldi af þessu vegna þess að hér er fyrirspyrjandi sem er væntanlegur þingmaður þessa kjördæmis: Hvaða tillögur hefur hann í málinu?