Svör við fyrirspurnum

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 16:01:29 (935)

2000-10-30 16:01:29# 126. lþ. 15.91 fundur 68#B svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[16:01]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það er eitt atriði sem mér láðist að nefna áðan sem er líka mjög mikilvægt í þessu sambandi og síðasti ræðumaður vék óbeint að, að hvað sem gert kann að verða í þessu máli eins og öðrum sambærilegum málum, er það auðvitað með fyrirvara um samþykki og eðlilegar heimildir Alþingis. Það er því ekkert um það að ræða að menn séu í einhverju heimildarleysi að vaða út í einhverjar aðgerðir sem eru ekki leyfilegar. Alþingi getur auðvitað þegar þar að kemur hafnað slíkum samningum. Það verður bara að koma í ljós. Á meðan ekkert slíkt er komið í ljós vinna menn að málinu óháð fyrirspurnum frá hv. þm. Jóni Bjarnasyni.