Heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 18:39:18 (957)

2000-10-30 18:39:18# 126. lþ. 15.17 fundur 19. mál: #A heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga# þál., GAK
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[18:39]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég er einn af flutningsmönnum þessarar tillögu ásamt 1. flm. Jóhönnu Sigurðardóttur og þingmönnum úr öllum flokkum. Þingsályktunartillagan fjallar um að fela ríkisstjórninni að undirbúa heildstæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og unglinga.

Hér er á ferðinni hið besta mál og ég tel að það hljóti að fá hér jákvæðar undirtektir. Tillagan var reyndar flutt á síðasta þingi og er nú endurflutt og eins og fram kemur í greinargerð fékk hún góðar undirtektir og jákvæðar umsagnir. Ég kom eingöngu hér upp til þess að lýsa stuðningi mínum við málið og vona að Alþingi afgreiði það fljótt og vel.