Fjáraukalög 2000

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 15:05:56 (979)

2000-10-31 15:05:56# 126. lþ. 16.5 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vísa enn til þess sem stendur um lög um fjárreiður ríkisins:

,,Valdi ófyrirséð atvik því að greiða þarf úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum er fjármálaráðherra að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðherra heimilt að inna greiðsluna af hendi enda þoli hún ekki bið.``

Þetta voru engar þær náttúruhamfarir að stofna þyrfti þessi sendiráð. Þarna er er um tæplega milljarð að ræða. Óháð því hvort þetta er skynsamleg ráðstöfun eða ekki er þetta ekki réttur farvegur fyrir afgreiðsluna. Það var alveg nægur tími, annars vegar til að taka þetta fyrir á síðasta ári við afgreiðslu fjárlaga, eða þá á næsta ári hér. Svona lagað getur ekki borið að Alþingi eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir. Því vil ég mótmæla þessum vinnubrögðum.