Bætt réttarstaða barna

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 16:27:55 (987)

2000-10-31 16:27:55# 126. lþ. 16.9 fundur 115. mál: #A bætt réttarstaða barna# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[16:27]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hægt sé að ræða þessi mál hérna en það er eitt og annað sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir kom inn á, m.a. þáltill. sem við ræddum í gær. Því miður gat ég ekki verið viðstödd þá umræðu. En ég spyr sjálfa mig og þá um leið hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur hvort sú tillaga sem rædd var hér í gær muni ekki í rauninni tæma það hlutverk að ræða um leið það mikilvægi að lögfesta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, hvort sú nefnd mundi ekki taka til þeirrar þáltill. sem við ræðum núna.