Bætt réttarstaða barna

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 16:30:47 (989)

2000-10-31 16:30:47# 126. lþ. 16.9 fundur 115. mál: #A bætt réttarstaða barna# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[16:30]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Í till. til þál. um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga kemur fram að framkvæmdaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi til staðfestingar eigi síðar en á haustþingi árið 2001. Í þáltill. sem við erum að ræða hér núna er lagt til að nefndin skili tillögum um úrbætur fyrir 1. maí 2002. Ég tel, þ.e. ef þáltill. um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga nær fram að ganga á hinu háa Alþingi, í raun óhjákvæmilegt að tekið verði á málefnum sem tengjast barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hlýt að gera þær kröfur að þeir sem koma að því að semja þá framkvæmdaáætlun, þ.e. dómsmrn., heilbr.- og trmrn., menntmrn. o.s.frv., taki tillit til þess og leggi til hvaða leiðir beri að fara varðandi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skoðun mín er sú að tillagan sem við ræddum í gær nái yfir það sem rætt er um í dag.