Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 17:29:03 (1000)

2000-10-31 17:29:03# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[17:29]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. ræddi um að bændur hefðu skrifað mörg lesendabréf þegar við breyttum klukkunni á árum áður. Ég held að í rauninni hafi verið miklu meiri andstaða hjá bændum þegar kvöldfréttatími Ríkisútvarpsins breyttist. Þá urðu aldeilis hávær mótmæli hjá bændum.

Ég er sannfærð um að norsku kúnum er nokkuð sama hvort klukkan er einum tímanum fyrr eða seinna. En þetta hefur áhrif á ferðamannatímann, þetta hefur áhrif á þá ferðamenn sem koma til Íslands því að við vitum að þeir ganga mun fyrr til náða en Íslendingar gera yfirleitt og það skarast oft verulega á í ferðaþjónustunni.