Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 17:52:48 (1011)

2000-10-31 17:52:48# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[17:52]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er kannski ekki miklu að svara. Ég vil þó nefna það sem hv. þm. Drífa Hjartardóttir sagði um geðlyfjanotkun Íslendinga. Það er alveg rétt hjá hv. þm. að geðlyfjanotkun er skelfilega mikil. Íslendingar eiga við geðræn vandamál að stríða, jafnvel meiri en nágrannaþjóðir okkar. Um það höfum við vísbendingar og það er sannarlega hryggilegt. En, herra forseti, ég tel að sú tillaga sem við ræðum hér geti jafnvel aukið á þann vanda.