Meðferð ályktana Alþingis

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:50:13 (1087)

2000-11-01 14:50:13# 126. lþ. 18.3 fundur 140. mál: #A meðferð ályktana Alþingis# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:50]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég ítreka það að ég tel að nauðsynlegt sé, eins og hv. þm. nefndi, að þetta verði ekki eingöngu upptalning á því hvaða ályktanir þingið hafi gert. Ég hygg að það hafi ekki mjög mikið gildi, heldur miklu fremur hitt hvernig þeim hefur reitt af og hvernig brugðist hefur verið við þeim ályktunum og þeim fyrirmælum sem þingið er þar með að gefa framkvæmdarvaldinu.