Móttaka flóttamanna frá Júgóslavíu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 15:06:15 (1095)

2000-11-01 15:06:15# 126. lþ. 18.8 fundur 112. mál: #A móttaka flóttamanna frá Júgóslavíu# fsp. (til munnl.) frá félmrh., Fyrirspyrjandi GHall
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[15:06]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svör hans en verð um leið að segja að mér kemur mjög á óvart að ekki er betur fylgst með hvernig þróun íbúamála verður hjá þessu fólki. Við erum að flytja inn og hjálpa fólki sem er statt í nauðum en ég taldi að betur og gleggra væri nú eftirlit með fólkinu, ekki af því að einhver hætta stafi af því, heldur velferð þess fyrst og fremst.

Vegna athugasemda hv. þm. Péturs H. Blöndals um litarhætti fólks þá held ég að Íslendingar séu ekki að setja það fyrir sig. Hins vegar hlýt ég sem alþingismaður að spyrja sjálfan mig og ráðherra hvort það sé rétt stefna að flytja hópa fólks hingað til Íslands í stað þess að senda út fólk og fjármagn frá Íslandi til að aðstoða þetta fólk við að koma undir sig fótum á ný og hefja nýtt líf. Ég tel að það sé eðlileg stefna og rétt stefna okkar Íslendinga að gera fólki þannig kleift að búa áfram í landi sínu og styðja það með ráðum og dáð til þess að það þurfi ekki að fara landa á milli eins og raunin er.