Ný stétt vinnukvenna

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 15:18:23 (1099)

2000-11-01 15:18:23# 126. lþ. 18.9 fundur 126. mál: #A ný stétt vinnukvenna# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Það er gott til þess að vita að þetta starf er hafið í félmrn. og að verið sé að endurskoða lög um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi. Það er mjög brýnt að hin svokallaða nýja stétt vinnukvenna gleymist ekki í þessari yfirferð. Hér er oftast um farandverkakonur að ræða af erlendum og oft fjarlægum málsvæðum. Þessi hópur kvenna hefur kannski að miklu leyti verið ósýnilegur í samfélaginu hingað til, einangraður og réttarstaðan ótrygg. Þær hafa jafnvel ekki haft neina kjarasamninga sem á er stólandi þannig að ekki er seinna vænna en að við gerum gangskör að því að bæta hag þessara kvenna hér á landi.