Átak gegn fíkniefnaneyslu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 17:58:16 (1129)

2000-11-01 17:58:16# 126. lþ. 18.4 fundur 38. mál: #A átak gegn fíkniefnaneyslu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[17:58]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Fsp. sem hér er til umræðu er beint til hæstv. heilbr.- og trmrh. Það er slæmt að svona fsp. skuli ekki beint til hæstv. dómsmrh. vegna þess að maður leiðir hugann að því hvort það telst átak í að berjast gegn fíkniefnum og þeirri vá sem þeim fylgir, þegar fíkniefnalögreglan, nú í september og október, er búin með alla fjárveitingar og komin í yfirvinnubann. Þegar dagvinntíma fíkniefnalögreglu lýkur þá er bara allt frjálst á þessum markaði.

Maður veit eiginlega ekki hvort maður á að gráta eða hlæja að þessum aðgerðum hæstv. ríkisstjórnar nema e.t.v. hafi verið ákveðið í ríkisstjórn að berjast gegn fíkniefnavánni með pappalöggum.