Skert þjónusta Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 18:23:13 (1138)

2000-11-01 18:23:13# 126. lþ. 18.6 fundur 128. mál: #A skert þjónusta Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[18:23]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Eins og fram kom í máli hæstv. ráðherra hefur staða fjórðungssjúkrahússins verið styrkt fjárhagslega. Hins vegar er ferilverkamálið og ferilverkakvótinn úrlausnarefni sem þarf að yfirfara í ljósi reynslunnar. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt af nálinni í Neskaupstað. Ég er þeirrar skoðunar að nýta eigi hæfileika lækna og sérþekkingu sem er á staðnum til að gera aðgerðir, nýta þá aðstöðu sem á staðnum er að finna og efla sérfræðiþjónustu í héraði. Ég veit að það er fullur vilji til að vinna að því. Það þarf að fara yfir þetta mál sem til er komið vegna þess að forráðamenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands leita leiða til að halda stofnuninni innan fjárlaga. Ég held að það þurfi að skoða þessi mál þannig að hægt sé að halda þessum aðgerðum áfram.