Rannsókn á stöðu kynjanna í skólakerfinu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 19:14:45 (1160)

2000-11-01 19:14:45# 126. lþ. 18.16 fundur 62. mál: #A rannsókn á stöðu kynjanna í skólakerfinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[19:14]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjendum fyrir þessa fyrirspurn sem og aðrar fyrirspurnir sem komið hafa í kippum frá þeim og lúta að jafnréttisstefnu stjórnvalda og jafnréttisáætlun þeirra. Mér þykir ljóst, eftir að hafa hlustað á umræðurnar hér í dag, að hæstv. menntmrh. stendur sig betur en margir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hvað þetta varðar. Það er greinilegt að margar rannsóknir eru í gangi og margar fyrir frumkvæði menntmrn.

Mig langar hins vegar að skora á hæstv. ráðherra að láta ekki vísbendingar eða niðurstöður nægja heldur láta kné fylgja kviði og setja afl í þá vinnu sem fram undan er, þ.e. finna hvað þurfi að gera til að bæta úr. Vísbendingarnar eru nógar, um vanlíðan drengja í hinu hefðbundna skólakerfi, um allt sem hér hefur verið talið upp. Nú þarf að gera áætlanir um úrbætur. Af því að hér var minnst á Hjallastefnuna þá vil ég upplýsa að a.m.k. fimm leikskólar á Reykjavíkursvæðinu starfa nú eftir Hjallastefnunni.