Bygging menningarhúsa

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 19:32:48 (1168)

2000-11-01 19:32:48# 126. lþ. 18.17 fundur 130. mál: #A bygging menningarhúsa# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[19:32]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Það er mjög gleðilegt að öll þessi umræða um menningarhús hefur vakið upp miklar og góðar umræður á landsbyggðinni og hvatt menn mjög til dáða. Það var mjög ánægjulegt að sjá og fá þessa skýrslu núna í hendur og mig langar til þess að nefna að í fjárlagafrv. ársins 2001 er nýr fjárlagaliður undir heitinu Menningarhátíð landsbyggðarinnar, en þar er áætlað 5 millj. kr. á fyrsta ári til þessa verkefnis.

Ég minnist þess hve M-hátíðirnar voru merkilegar á sínum tíma. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að taka þátt í slíku verkefni. Eins vil ég geta um annað verkefni sem hefur verið mjög til fyrirmyndar, þ.e. Tónlist fyrir alla, sem hefur verið unnið í samstarfi við grunnskólana og sveitarfélögin.