Konur í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 19:46:05 (1176)

2000-11-01 19:46:05# 126. lþ. 18.18 fundur 96. mál: #A konur í ferðaþjónustu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[19:46]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Það er mikill vaxtarbroddur á landsbyggðinni hvað varðar ferðaþjónustu og þar gegna konur lykilhlutverki, eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra. Þær hafa haslað sér völl og hafa stofnað fyrirtæki, ekki bara sem ferðaþjónustubændur, heldur hafa þær stofnað handverkshópa og þær hafa stofnað ýmis fyrirtæki í tengslum við ferðaþjónustu. Þar hafa konur verið, vil ég meina, í fararbroddi við að skapa sér tækifæri í ferðaþjónustu og þá sérstaklega á þeim svæðum þar sem mikill samdráttur hefur verið í landbúnaði.