Konur í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 19:48:52 (1178)

2000-11-01 19:48:52# 126. lþ. 18.18 fundur 96. mál: #A konur í ferðaþjónustu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[19:48]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Vegna þess sem hv. þm. og fyrirspyrjandi sagði tel ég nauðsynlegt að það komi fram að auðvitað er vilji til þess að láta kanna og meta framlag kvenna í íslenskri ferðaþjónustu. En ég verð að viðurkenna að í ljósi þeirra talna og upplýsinga sem ég greindi hér frá, þá kann nú að vera að önnur viðfangsefni séu brýnni til þess að styrkja stöðu kvenna í atvinnulífinu en að eyða svo og svo mörgum ársverkum í að framkvæma könnun í atvinnugrein þar sem konur hafa algjöra yfirburði eins og í ferðaþjónustunni.

Engu að síður tel ég það rétt sem kom fram hjá hv. þm. að auðvitað þurfum við að hafa þessar upplýsingar sem bestar, en það verður hins vegar að viðurkennast að afkastageta og mannafli ráðuneytanna er takmarkaður og við verðum að velja og hafna.