Fjöldi skipstjórnarmanna og vélstjóra á fiskiskipum og kaupskipum

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 19:58:28 (1181)

2000-11-01 19:58:28# 126. lþ. 18.19 fundur 110. mál: #A fjöldi skipstjórnarmanna og vélstjóra á fiskiskipum og kaupskipum# fsp. (til munnl.) frá samgrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[19:58]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Á þessu ári eru nemendaígildi í Vélskóla Íslands 228 samkvæmt upplýsingum menntmrn. og áætlunin er að á næsta ári verði aðeins 150 nemendaígildi. Í Stýrimannaskólanum eru 60 nemendaígildi en áætlunin þar er reyndar 80 á næsta ári.

Það er greinilegt að þessi fækkun kemur til með að verða vandamál því þetta uppfyllir ekki þörfina sem er fyrir þessi störf. Það er umhugsunarefni hvað er hægt að gera til þess að laða ungt fólk til náms í Vélskóla og Stýrimannaskóla. Þetta eru mjög mikilvæg störf og það er líka umhugsunarvert hvað er hægt að gera til þess að vekja áhuga ungra kvenna til slíks náms.