Ferjuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 13:05:31 (1228)

2000-11-02 13:05:31# 126. lþ. 19.3 fundur 55. mál: #A ferjuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum# þál., Flm. ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[13:05]

Flm. (Árni Johnsen) (andsvar):

Herra forseti. Það er svo að með ferjuaðstöðu, tengingu við Vestmannaeyjahöfn skapast stórkostlegir möguleikar eins og menn hafa velt upp. Það kynni að styttast með hverjum deginum í þann tíma að til að mynda höfuðborgin og Hafnarfjörður mundu leita eftir því að sameinast Suðurlandi og Vestmannaeyjum. Það er kannski ekki á næstu árum en styttist í það.

Eins og kom fram í máli hv. síðasta ræðumanns þegar maður veltir fyrir sér ölduhæð og slíku á þessari leið er það engin tilviljun að Suðurland teygir sig lengst til suðurs gegnt Vetmannaeyjum. Harðasta áttin í öldubroti og öldustyrk er suðvestanáttin. Hún er mun harðari en austanáttin og reynir mest á landið, á sjóvarnagarða, í suðvestanáttum. Það er alveg sama á suðurströndinni. En Vestmannaeyjar skýla þessum hluta suðurstrandarinnar verulega fyrir suðvestanáttinni. Þess vegna teygir ströndin sig lengst í átt til Eyja gegnt Eyjum eða rétt austan við þá línu. Það skapar ákveðna möguleika fyrir alla þætti málsins umfram það sem gerist annars staðar á Suðurlandi.