Loftferðir

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 13:39:26 (1232)

2000-11-02 13:39:26# 126. lþ. 19.4 fundur 56. mál: #A loftferðir# (leiðarflugsgjöld) frv., Flm. KLM (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[13:39]

Flm. (Kristján L. Möller):

Herra forseti. Ég hafði óskað eftir nærveru hæstv. ráðherra.

(Forseti (ÁSJ): Forseti mun athuga hvort ráðherra er í húsinu. --- Ráðherra er ekki í húsinu og verður ekki.)

Þá vil ég ekki ræða málið, það er langt síðan þetta kom fram.

(Forseti (ÁSJ): Þá tekur forseti málið út af dagskrá.)

Aðeins út af því að þetta mál er hér komið á dagskrá. Ég hafði fyrir lifandi löngu óskað eftir því að hæstv. samgrh. yrði viðstaddur umræðuna. Ég tel það afar nauðsynlegt og e.t.v. fleiri fulltrúar úr hv. samgn. en sá sem hér stendur og hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Ég get ekki séð að eðlilegt sé að flytja þetta mál nú vegna þess að það hafa líka verið deilur um þær tölulegu upplýsingar sem bæði voru í upphaflega frv. og sem ég er með hér. Ég tel ákaflega mikilvægt að það sé hægt að eiga orðastað við ráðherra í þessu máli.

(Forseti (ÁSJ): Forseti hefur ákveðið að taka tillit til óska þingmannsins og málið er tekið út af dagskrá og verður sett inn síðar þegar hæstv. ráðherra getur haft tíma til þess að vera í þinghúsinu.)