Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 14:46:47 (1354)

2000-11-03 14:46:47# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[14:46]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra hefur tekið illa eftir fréttum að undanförnu. Varð hæstv. ráðherra var við að það varð bruni í hesthúsum sem er talinn vera beint af völdum rafmagns?

Man hæstv. ráðherra eftir alvarlegum brunum suður á Strönd og miklar líkur taldar á að rekja megi til rafmagns?

Á ég að halda áfram?

Herra forseti. Ég tel ástæðulaust að taka upp dæmi önnur en blasa beint við og liggja fyrir í fréttum frá síðustu mánuðum eða síðasta ári.

Ég bið hæstv. ráðherra að athuga hvort það sé ekki rétt sem ég er að fara með. Það hefur verið vitnað til vanbúnaðar og að eftirlit hafi t.d. ekki farið fram í þessum gripahúsum.