Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 14:48:22 (1356)

2000-11-03 14:48:22# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[14:48]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Meðan hæstv. ráðherra getur ekki borið annað fram en að þarna sé um fullyrðingar að ræða þá ber ég fyrir mig það sem nákvæmlega stendur í blöðum um þau atvik sem gerðust. Ég bar það fyrir mig og ég segi bara: Það er talið vera af þessum ástæðum og meiri líkur en minni. Ég hygg að skynsamlegt væri að menn skoðuðu þau dæmi sem ég nefndi um hesthúsin og síðan brunana suður á Strönd. Við skulum bara taka þau dæmi.

Vitað er að gamalveitur í Reykjavík, sem eru yfir 40.000, hæstv. ráðherra, bjóða beinustu leið upp á brunahættu. Ef hæstv. ráðherra er sáttur við að ástandið sé svona er eins gott fyrir þjóðina að vita að æðsti maður öryggismála rafmagns er sáttur við að allt að 40.000 húsveitur í Reykjavík eru með innbyggða eldhættu í sér.