Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 15:49:18 (1381)

2000-11-03 15:49:18# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[15:49]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nánari skýringar? Ég rakti bara hvernig þetta fyrirtæki fór í gegnum þá könnun sem hv. þm. létu fara fram og þetta er niðurstaða þess. Það er niðurstaða fagaðila í þessum efnum, að könnunin hafi ekki verið þannig fram sett að hún sé marktæk. Það fannst mér nauðsynlegt að kæmi hér fram vegna þess að þetta er grundvallarröksemdafærsla og grundvallarástæða þess að hv. þm. flytja þessa tillögu. Þetta er niðurstaðan.

Hvort ég er í sóknarham eða ekki, ég flyt hér rök og staðreyndir og þær eru svona, hvort sem það kemur vel eða illa við hv. þingmenn.