Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 16:07:28 (1386)

2000-11-03 16:07:28# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[16:07]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Við teljum okkur hafa búið svo um hnútana að ýtrustu nafnleyndar sé gætt í þessari könnun. Mönnum er boðið upp á að skrifa nafn sitt undir ef þeir kjósa svo en að öðrum kosti höfum við ekki hugmynd um hvaða einstaklingur stóð að baki hverju svari.

Hv. þm. spyr hvort við óttumst umræðu um röksemdir eða kerfið almennt. Nei, við erum að kalla eftir þeirri umræðu og erum með tillögu um hvernig að henni skuli staðið. Út á það gengur þessi till. til þál.