Fjarskipti

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 16:29:54 (1392)

2000-11-03 16:29:54# 126. lþ. 20.14 fundur 193. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[16:29]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Eins og fram kom í ræðu minni þá liggur fyrir að gert er ráð fyrir því að allir þurfi að láta vita um það aðrir en þeir sem sérstaklega eru tilgreindir í frv. Það þýðir að blaða- og fréttamenn verða að láta vita séu þeir að taka upp samtöl nema ætla megi að sá sem á símtal við viðkomandi blaða- eða fréttamann megi vita um að upptaka fari fram. Þá þarf ekki að tilkynna það í upphafi samtals.