Póst- og fjarskiptastofnun

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 17:21:36 (1412)

2000-11-03 17:21:36# 126. lþ. 20.15 fundur 194. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# (GSM-leyfi) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[17:21]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta frv. er ekki stórt og mikið í sniðum en ég óska að veita andsvar í því skyni að leggja fyrir hæstv. ráðherra tvær spurningar. Sú fyrri er þessi: Liggja fyrir í ráðuneytinu umsóknir um að fá að reka GSM-þjónustukerfi eða símakerfi á því tíðnisviði sem um er rætt, 900? Í öðru lagi, í ljósi þess að nú eru fyrir tvö fyrirtæki sem reka starfsemi á þessu tíðnisviði og mjög líklegt er að ekki sé pláss fyrr nema eitt fyrirtæki til viðbótar á þessu tíðnisviði, velti ég upp þeirri spurningu: Kom einhvern tíma til tals, þ.e. ef það eru fleiri en einn aðili sem hafa áhuga á því að reka þessa starfsemi, að það þriðja og síðasta starfsleyfi sem hugsanlega er pláss fyrir á þessu tíðnisviði verði boðið út?