Landsmiðstöð fyrir útlendinga búsetta á Íslandi

Miðvikudaginn 08. nóvember 2000, kl. 14:22:22 (1441)

2000-11-08 14:22:22# 126. lþ. 21.5 fundur 145. mál: #A landsmiðstöð fyrir útlendinga búsetta á Íslandi# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 126. lþ.

[14:22]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég held að það sé alveg fjarri lagi að kenna mér um einhverja óvild gagnvart Reykjavík, höfuðborginni, eða stjórnendum hennar. Það er síður en svo. En sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sinna málefnum útlendinga vel og af metnaði en það gera sveitarfélög á landsbyggðinni miklu síður. Þar er þörfin að mínu mati miklu brýnni að beina ríkispeningunum í bili a.m.k., að koma þar upp forsvaranlegri aðstöðu.

Vitnað var til þess að 60% útlendinga væru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki tilbúinn að staðfesta þá tölu en ég er svo sem ekkert að rengja hana. Ég get sagt hv. þm. frá því að 17% íbúa á Tálknafirði eru útlendingar. 8% þeirra sem búa á Vestfjörðum eru útlendingar, eða milli 7 og 8%. Þetta fólk nýtur sáralítillar þjónustu frá sveitarfélögum sem eru veikburða og eiga í miklum erfiðleikum og ég tel að okkur beri skylda til að reyna að sinna þessum hópi og láta hann hafa forgang.