Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:16:42 (1477)

2000-11-09 12:16:42# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:16]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að ýmis sveitarfélög komu til fjárln. til að tjá áhyggjur sínar af afkomu sinni. Hins vegar er ljóst að afkoma þeirra er mjög misjöfn og mörg sveitarfélög í landinu eiga við sértæk vandamál að glíma, t.d. vegna félagslega íbúðakerfisins. Það hefur verið rætt um skólana að ekki hafi verið tekið að fullu tillit til þeirrar yfirfærslu. Þessi mál eru til meðferðar í sérstökum nefndum, þ.e. málefni grunnskólans og málefni félagslega íbúðakerfisins. Það var ekki á verksviði okkar nefndar.

Það er alveg rétt að þarna er vandi sem ekki er búið að leysa úr, sérstaklega t.d. varðandi félagslega íbúðakerfið. En það verður ekki leyst með almennum tillögum tekjustofnanefndar. Þarna er um sértæk mál að ræða sem eru í vinnslu og það voru ýmsar áhyggjur af þessu tagi sem komu til fjárln. á þeim tíma þegar hv. þm. sat þar við fótskör mína sem var ágætur tími.