Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:54:15 (1488)

2000-11-09 12:54:15# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:54]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Nei, herra forseti. En ég er á móti útúrsnúningum. Hv. þm. er að skýra hvers vegna framlög hafi verið skert til barnabóta. Um 600 millj. kr. frá því sem þær voru fyrir einum áratug. En í reynd er þetta rangt sett fram hjá mér. Auðvitað á að núvirðisreikna þessar upphæðir. Það er eðlilegt að gera vegna þess að samkvæmt núvirðisreikningum eru barnabætur 1991 5,8 milljarðar. Þær eru og verða samkvæmt fjárlögum næsta árs 1.600 millj. kr. lægri en þær voru fyrir einum áratug og þessi mismunur er meiri en framlagið sem á að koma til viðbótar úr sjóðum ríkissjóðs á næstu þremur árum því að þar er talað um 1.500 millj. Hér er ég að tala um tæpar 1.600 millj. Ég ætla því í ræðu minni á eftir að fara ítarlega yfir þetta og hjálpa hv. þm. að halda þessum stærðum til haga því ekki virðist veita af.