Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 18:47:24 (1555)

2000-11-09 18:47:24# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[18:47]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla nú ekki að fara að dæma eða hæla sveitarstjórnarmönnum í Hafnarfirði, (GÁS: Þú gerðir það áðan.) hvorki í nútíð né í fortíð. Ég var einungis að vitna til þess hvað þeir láta frá sér fara. En þurfi hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson að greiða 50 þús. kr. í hækkun á útsvari vegna þessara aðgerða þegar þær eru að fullu komnar fram þá hefur hann líka 8 milljónir í tekjur og ég sé ekkert eftir honum að greiða þessi 50 þúsund.