Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 18:50:00 (1557)

2000-11-09 18:50:00# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[18:50]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er verið að koma til móts við sveitarfélögin og gefa þeim svigrúm til að afla sér tekna. Hluta af þeim greiðir ríkið og hluta af þeim verða þau að sækja til íbúanna.

Ég hef látið fara yfir þetta mál í ráðuneyti mínu og ég er með lista um það hvernig þessar skatttekjur þurfi að vera eða hvernig þessar auknu álögur eru miðað við mismunandi tekjustig. Miðað við fjölskyldutekjur sem eru 5 milljónir á ári er skattbreyting að meðaltali 2.750 kr. á mánuði, þ.e. hækkun um 16.500 á ári. Til þess að skattbyrði verði meiri en 50 þúsund þá þurfa fjölskyldutekjur að vera 8 milljónir á ári.