Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 19:02:58 (1564)

2000-11-09 19:02:58# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., JóhS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[19:02]

Jóhanna Sigurðardóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér finnst það afar sanngjörn og eðlileg ósk sem hér hefur verið fram borin til forseta, að hann upplýsi þingheim um áform sín á þessum fundi, hvort ætlunin sé að hafa kvöldfund. Það hefur hvergi komið fram að til stæði að hafa kvöldfund og hér eru átta eða níu þingmenn á mælendaskrá. Mér finnst eðlilegt að þeir sem hafa setið sleitulaust undir umræðunni í átta, níu tíma verði upplýstir um framhaldið og áform forseta í þessu máli. Ég segi fyrir mig að mér finnst þetta ákaflega áhugaverð umræða sem hér fer fram um tekjustofna sveitarfélaga en ég hafði bundið mig á fundi sem er nú þegar byrjaður og stendur fram til klukkan níu og ég vildi ógjarnan missa af því sem fram fer undir þessari umræðu. Ef halda á áfram er það því ósk mín að fundinum verði þá alla vega frestað til klukkan níu, þannig að ég geti þá setið áfram undir þeirri umræðu sem hér fer fram. Mér finnst líka eðlilegt, herra forseti, það sem fram kom hjá hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni að þessi mál verði samferða til nefndar, þ.e. það sem hæstv. fjmrh. á eftir að mæla fyrir sem er þó það sem er eitthvað jákvætt í þeim tillögum sem ríkisstjórnin mælir hér fyrir. Ósk mín er því sú að á þessari stundu upplýsi hæstv. forseti þingheim, eða það sem eftir af honum sem eru nú, sýnist mér, aðallega þingmenn Samfylkingarinnar, hver séu áform forseta á þessum degi.