Efnahagsstefnan

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:10:12 (1585)

2000-11-13 15:10:12# 126. lþ. 23.1 fundur 105#B efnahagsstefnan# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:10]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Við fylgjumst mjög nákvæmlega með því sem er að gerast frá degi til dags. Hv. þm. þarf ekki að bera neinn kvíðboga út af því. Við fylgjumst mjög nákvæmlega með stöðunni. Við sjáum til að mynda að fólk fer sér hægar. Það dregur til að mynda úr innflutningi á bifreiðum og þess háttar fjárfestingu. Það er til marks um að fólk fer sér hægar.

Hagvöxtur hafði verið hér um 5% á ári í fimm ár sem er afskaplega gott út af fyrir sig. Hins vegar er erfitt að búa við svo háan hagvöxt um mjög langt skeið. Það reynir mjög á þanþol efnahagslífsins. Nú er spáð að hagvöxtur verði 1,5--3% að meðaltali á næstu árum. Það er afskaplega góður hagvöxtur, viðráðanlegur og hagstæður fyrir íslenskt efnahagslíf.