Innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:17:13 (1590)

2000-11-13 15:17:13# 126. lþ. 23.1 fundur 106#B innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Í máli hæstv. ráðherra kom fram að smithættan væri sáralítil. Einangrunin fer fram í Hrísey en ég þá vil bara áminna hæstv. landbrh. þegar tilraunin fer í gang að gera allt sem hægt er til þess að fylgja eftir öllum þeim varúðarráðstöfunum sem á að framfylgja vegna þess að það hefur sýnt sig, og það er bara mannlegt eðli, að í byrjun er öllu framfylgt en hætt er við því að þegar á tilraunina líður að varúðarráðstöfunum verði ekki jafn vel fylgt eftir og í byrjun.