Innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:18:07 (1591)

2000-11-13 15:18:07# 126. lþ. 23.1 fundur 106#B innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Það þarf ekki að áminna mig um það, öllum varúðarráðstöfunum verður fylgt út í æsar og tilraunin er leyfð með miklu strangari skilyrðum en rætt var um fyrir nokkrum árum, og hvað það varðar þá verður því fylgt út í æsar. Ég fullvissa hv. þm. um að svo verður.

Hins vegar er það kannski sorglegt í svona umræðu að ákveðnir aðilar vilja fara í hana, og ég hef séð blaðaskrif um málið o.s.frv., þar sem alltaf er verið að halda fram sömu blekkingarrökunum til þess að segja að hættan sé mikil. Auðvitað er einhver áhætta en tilraunin verður eins varfærnislega gerð og mögulegt er og öllum reglum verður fylgt út í ystu æsar. Og meira að segja gæti ég leyft vinstri grænum að fá fulltrúa til að sitja þar yfir svo þeir segi kannski já í lok tilraunarinnar til tilbreytingar frá neiinu eilífa.