Starfsmannamál Ríkisútvarpsins

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:19:33 (1592)

2000-11-13 15:19:33# 126. lþ. 23.1 fundur 107#B starfsmannamál Ríkisútvarpsins# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í fréttum fyrir helgi kom fram að lélegur vinnuandi ríkti hjá Ríkisútvarpinu í Efstaleiti vegna óánægju með mannaráðningar og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Menn tala um að útvarpið sé ekki ríkisútvap heldur ríkisstjórnarútvarp.

Samkvæmt könnun um starfsumhverfi hjá ríkisstofnunum sem fjmrh. lét gera eru fjórir af hverjum fimm starfsmönnum Ríkisútvarpsins óánægðir með mannaráðningar hjá stofnuninni, þ.e. af þeim sem svöruðu. Niðurstaðan sýnir að Ríkisútvarpið sker sig algjörlega frá öðrum ríkisfyrirtækjum hvað varðar óánægju að þessu leyti.

Í frétt af þessu ástandi í Degi sl. föstudag vísar menntmrh. þessu á bug. Því spyr ég hæstv. menntmrh., þar sem hann hefur vísað þessu á bug:

Trúir hann því ekki að starfsfólk Ríkisútvarpsins sé að segja satt í þessari könnun? Treystir hann ekki niðurstöðum könnunar fjmrh.? Og í þriðja lagi, mun ráðherrann beita sér fyrir að starfsmannamál Ríkisútvarpsins verði tekin til endurskoðunar af hlutlausum aðila eins og starfsmannafélag Ríkisútvarpsins krefst í nýlegri ályktun?