Sjúkraflug

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:32:39 (1603)

2000-11-13 15:32:39# 126. lþ. 23.1 fundur 108#B sjúkraflug# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:32]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hv. þm. hefur eitthvað misskilið mig. Þegar ég sagði að ég gæti ekki lagt fram alla samninga er ekki þar með sagt að það sé ekki samið. Auðvitað er samið. Það er samið t.d. við flugmann í Vestmannaeyjum og það er samið við Mýflug varðandi Vestfirði og það er reynt að sjá eins vel um þetta og möguleiki er á. Okkur hefur ekki tekist að semja varðandi Austurland og þess vegna höfum við boðið þetta út til að tryggja það mikilvæga öryggisnet sem sjúkraflugið er. Ég heyrði það hér þegar það var í gangi að menn voru sammála því sem þar var gert og það var mikil áhugi hjá flokksbræðrum hv. 5. þm. Norðurl. v. að fara einmitt þá leið sem ég fór.