Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 16:41:26 (1621)

2000-11-13 16:41:26# 126. lþ. 23.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[16:41]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Tekjustofnanefndin fékk það verkefni að gera tillögur um tekjustofna handa sveitarfélögunum til þess að annast lögbundin verkefni. Það tel ég að henni hafi tekist býsna vel og þeirri niðurstöðu megi sveitarfélögin og ríkið una eftir atvikum.

Nú veit ég ekkert hvernig hefur legið á sveitarstjórnarmönnum á Norðurl. e. en þegar við förum um sveitir og hittum sveitarstjórnarmenn, þingmenn Norðurl. v., liggur yfirleitt vel á sveitarstjórnarmönnum og þeim þykir gaman að sjá okkur og fagna komu okkar og eru ekki með nein leiðindi.