Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 16:43:53 (1623)

2000-11-13 16:43:53# 126. lþ. 23.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[16:43]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þekki ekki nokkurt dæmi þess að fólksflutningar hafi orðið á milli sveitarfélaga út af útsvarprósentu og nægir að vitna til þess að hvergi hefur verið meiri fólksfjölgun en í Kópavogi og Hafnarfirði á undanförnum árum sem hafa verið með hærri útsvarsprósentu en t.d. Reykjavík.

En af hverju kom þessi mikla óánægja sveitarfélaganna eða sveitarstjórnarmanna með þessar tillögur ekki fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga? Mér er það alveg hulið ef óánægjan er svo mikil sem hv. þm. vill vera láta. Og jafnframt vil ég undirstrika að sérstaklega er komið til móts við þau sveitarfélög sem eiga erfiðast, dreifbýlissveitarfélögin.