Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 16:54:12 (1631)

2000-11-13 16:54:12# 126. lþ. 23.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[16:54]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki verið að bjóða lán til leiguíbúða á 5--6% vöxtum, bara svo það sé á hreinu. Það er ekki verið að hverfa frá því að aðstoða leigjendur við að komast í sæmileg kjör. Það eru uppi hugmyndir um að hækka húsaleigubætur til að mæta þessari vaxtahækkun. Það er ekki búið að ganga frá því. Það eru líka uppi hugmyndir um það, sem ég aðhyllist fremur, þ.e. að veita stofnstyrki út á hverja nýja leiguíbúð. En þetta er ófrágengið mál.