Vatnsveitur sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 17:07:10 (1633)

2000-11-13 17:07:10# 126. lþ. 23.3 fundur 200. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (vatnsgjald) frv., félmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[17:07]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Þetta frv. er afleiðing af tekjustofnafrv. Það byggir á tillögu tekjustofnanefndarinnar og tilgangur frv. er að samræma ákvæði laga nr. 81/1991, sem lúta að innheimtu vatnsgjalds, þeirri breytingu sem lögð er til í 1. gr. frv. til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem flutt er samhliða. Í því ákvæði er gert ráð fyrir að framvegis verði álagning fasteignaskatts miðuð við fasteignamat húsa og mannvirkja. Í frv. þessu er gert ráð fyrir að stofn til álagningar vatnsgjalds skuli vera fasteignamat.

Þetta frv. er einungis afleiðing af þeirri breytingu sem verið er að gera á tekjustofnum sveitarfélaga, eða eins og segir í c. lið 1. gr.:

,,Í stað orðanna ,,0,3 hundraðshlutum af álagningarstofni`` í 4. mgr. kemur: 0,4 hundraðs hlutum af fasteignamati.``