Vatnsveitur sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 17:14:16 (1635)

2000-11-13 17:14:16# 126. lþ. 23.3 fundur 200. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (vatnsgjald) frv., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[17:14]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Hv. þm. hefur lög að mæla. Það er hverju orði sannara að þetta er óviðunandi ástand. Ég beindi því náttúrlega til tekjustofnanefndarinnar að taka á málinu en það gerði hún því miður ekki. Því var það ekki skrifað inn í þetta frv. eins og það stendur núna. Ég hafði hins vegar hugsað mér að fara fram á það við hv. félmn., sem ég óska eftir að þessu frv. verði vísað til, að hún líti á þetta mál og hvort ekki sé mögulegt að taka inn ákvæði um vatnsveitur í sveitum í þetta frv. Það er reyndar hægt að koma þessu við annars staðar en ég held að þægilegast sé að gera þetta svona. Það er komin í gang vinna í ráðuneytinu við að forma það. En í hinni örstuttu framsöguræðu minni áðan láðist mér að geta þess arna.