Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:18:56 (1668)

2000-11-13 19:18:56# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:18]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það þýðir náttúrlega ekkert að vera hér í einhverju svona stagli við hv. þm. Við munum bara kanna þetta og hið sanna mun koma í ljós. Það liggur alveg fyrir að verið er að auka kaupmátt barnafólks að meðaltali um 3--4% með barnabótafrv. yfir það tímabil sem það nær til. Það er fjarri því að verið sé að skerða kaupmátt sama fólks um 3--4% jafnvel þó að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nýti sér að fullu þær útsvarsheimildir sem við erum búin að vera að tala hérna um. Það verður kannski eitthvað breytilegt milli hópa vegna þess að ekki eiga allir hópar börn og njóta barnabóta o.s.frv. En þetta er náttúrlega ekki dæmi sem hægt er að leiða til lykta hér í andsvörum. Svo mikið er víst.

Að öðru leyti þakka ég þingmönnum fyrir ágætar og snarpar umræður um þetta mál sem vissulega eru skiptar skoðsnir um og ég vænti þess að nefndarstarfið verði gott og gjöfult.