Ríkisábyrgðir

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:38:57 (1675)

2000-11-13 19:38:57# 126. lþ. 23.6 fundur 165. mál: #A ríkisábyrgðir# (EES-reglur) frv., fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:38]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að afla upplýsinga um skiptinguna á milli innlendra og erlendra lána og leggja það fram í þingnefndinni. Talan 0,0625 hefur verið hin almenna gjaldprósenta í þessum efnum. Árið 1997 var hins vegar ákveðið í efh.- og viðskn. að reyna fyrir sér með ákveðna ívilnun fyrir innlendar skuldbindingar og lækka þá tölu. Þessi breyting er gerð í ljósi þess að áðurnefnd ívilnun stenst ekki skuldbindingar okkar gagnvart EES-samningnum og því er horfið til þess sem upphaflega var ráðgert sem er hið almenna gjaldstig.

Hversu miklu þetta breytir í tekjum fyrir Ríkisábyrgðasjóð, ekki ríkissjóð, hef ég ekki á takteinum en sem betur fer hefur mjög dregið úr ríkisábyrgðum hér innan lands og reyndar af erlendum lánum þannig að hér held ég að sé ekki um neinn sérstakan herragarð að ræða í tekjuöflun fyrir Ríkisábyrgðasjóð sem starfar sem kunnugt er sem sérstakur sjóður innan vébanda Lánasýslu ríkisins.