Veiðieftirlitsgjald

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:53:47 (1681)

2000-11-13 19:53:47# 126. lþ. 23.10 fundur 216. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (fjárhæðir) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:53]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Laun eftirlitsmanna eru allt önnur en laun sjómanna. Þeir eru að sjálfsögðu á hlutaskiptakerfi en veiðieftirlitsmenn eru á föstum launum. Inni í þeirri tölu eru því laun þeirra og kostnaður við veruna um borð og að koma þeim á staðinn og þar fram eftir götunum. Ég reikna með að fæðiskostnaður sé innifalinn í þeim kostnaði líka. Þó get ég ekki fullyrt um það nákvæmlega hér en sjálfsagt verður hægt að fá ítarlegri upplýsingar um það til að kynna fyrir hv. sjútvn.