Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 15:15:05 (1703)

2000-11-14 15:15:05# 126. lþ. 24.7 fundur 110#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 126. lþ.

[15:15]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Heimsmynd NATO er ekki hrunin meira en svo að NATO er enn þá samnefnari flestra Evrópuþjóða í öryggismálum. Þrjár Mið-Evrópuþjóðir eru gengnar í samtökin, Tékkland, Pólland og Ungverjaland. Baltnesku löndin knýja á um inngöngu því þau telja sína stöðu ótrygga og vilja tryggja sig með inngöngu í þetta varnarbandalag og fleiri ríki knýja á um inngöngu. Það er því ljóst að í grundvallaratriðum hefur ekkert breyst í þeirri breyttu mynd sem kom upp eftir 1990 að í augum flestra Evrópuríkja er Atlantshafsbandalagið bandalag sem tryggir frið og öryggi í Evrópu.