Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 15:49:01 (1712)

2000-11-14 15:49:01# 126. lþ. 24.7 fundur 110#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 126. lþ.

[15:49]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin þó að það sé með hann eins og aðra stjórnarliða, ég er litlu nær um hvernig þetta fer í Haag, en við verðum auðvitað að vona það besta.

Mig langar til að hnykkja á spurningu minni um kröfurnar sem gerðar eru til þeirra ríkja sem njóta góðs af niðurfellingu skulda. Ef hæstv. ráðherra hefur þær upplýsingar við höndina væri gott að fá þær fram á hinu háa Alþingi.