Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 17:06:22 (1729)

2000-11-14 17:06:22# 126. lþ. 24.7 fundur 110#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 126. lþ.

[17:06]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Vegna athugasemda hv. þm. vill forseti taka fram að það er alveg skýrt í þingsköpum að þegar ráðherra flytur Alþingi skýrslu hefur hann til þess 30 mínútur í fyrri ræðu og 15 mínútur í síðari ræðu. Hæstv. ráðherrar verða auðvitað eins og hv. þingmenn að laga ræður sínar að þeim tíma sem þeim er ætlaður samkvæmt þingsköpunum. Forseti hefur ekki orðið var við að hæstv. utanrrh. gerði athugasemdir við þann ræðutíma.

Aðeins varðandi athugasemd hv. þm. að forseti hafi þaggað niður í hæstv. ráðherra í andsvari þá er það misskilningur. Forseti sló í bjöllu til að þagga niður í frammíköllum og samtölum úti í sal en ekki til að þagga niður í hæstv. ráðherra sem átti þá reyndar eftir nokkurn hluta af andsvaratíma sínum.