Víkingaskipið Íslendingur

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 14:05:38 (1765)

2000-11-15 14:05:38# 126. lþ. 25.3 fundur 149. mál: #A víkingaskipið Íslendingur# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[14:05]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrirspyrjanda fyrir að taka málið upp. Í mínum huga og margra annarra er það forgangsverkefni að skipið verði eign Íslendinga, það verði ekki selt hæstbjóðanda úti í Bandaríkjunum. Það er líka áhugi fyrir því að hér á landi verði komið upp víkingasafni eða safni um víkingatímabilið og landnám Íslands. Hæstv. menntmrh. óskaði eftir tillögum. Ég vil þá koma einni að. Það er verið að undirbúa sögusafn um landnámstímann og það er í undirbúningi að koma því fyrir í einum tanki hitaveitunnar uppi í Öskjuhlíð. Það gæti hugsanlega orðið samstarfsverkefni að geyma skipið tengt þessu sögusafni a.m.k. þangað til við kæmum upp öðru safni en fyrst og fremst að þetta geti orðið samstarfsverkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og annarra aðila.