Víkingaskipið Íslendingur

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 14:06:57 (1766)

2000-11-15 14:06:57# 126. lþ. 25.3 fundur 149. mál: #A víkingaskipið Íslendingur# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[14:06]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Það er hægt að taka undir þau orð sem hér hafa komið fram um siglingu þessa skips. En fyrir nokkrum vikum var einn skipverja á Íslendingi, Ellen Ingvadóttir, í viðtali í morgunþætti og þá kom fram að þetta skip væri til sölu, að skipið væri í Bandaríkjunum. Eftir að hafa upplifað gífurlega siglingahæfni þess og hversu stórkostlegt skip þetta er væri það dapur endir ef það endaði í kálgarði hjá einhverjum ríkum Ameríkana, með fullri virðingu fyrir þeim. Þess var getið í sama þætti að Norðmennirnir hefðu farið heldur öðruvísi að þegar þeirra menn voru að fara í kjölfar sæfaranna, t.d. á Kon Tiki. Það var byggt heilt safn yfir það skip. Það er undarlegt að vera áheyrandi að því nokkrum vikum eftir að skipið lauk siglingu sinni til Bandaríkjanna að stjórnvöld hér hafa ekkert hugsað um hvað um það eigi að verða.